Spánareignir - Abama - Tenerife SPÁNN

131.400.000 Kr.

 • Tegund eignar

  Fjölbýli / Fjölbýlishús með lyftu

 • Fjöldi baðherbergja

  2

 • Fjöldi svefnherbergja

  2

 • Fermetrastærð

  135 m2

Tilvísunarnúmer:

675079

REIKNA ÚT LÁN

SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
*GLÆSILEGAR ÍBÚÐIR Í ALGJÖRUM SÉRFLOKKI Á ABAMA GOLFSVÆÐINU Á TENERIFE*

Sérlega glæsilegar og vel hannaðar íbúðir í litlum lúxusblokkum á Abama golfsvæðinu á Tenerife. Einstakt útsýni yfir fallega gróið svæði og til sjávar. Abama á Tenerife hefur verið valið eitt besta golfsvæði á Spáni og er talið með betri golfsvæðum í Evrópu. Um 30 mín. akstur frá Tenerife south flugvellinum. Rúmgóðar íbúðir,  tvö svefnherbergi, tvö baðherbergi, góð stofa og borðstofa, opið eldhús með vandaðri innréttingu og góðri tengingu við stórar  svalir. Bílastæði i bílakjallara ásamt sér geymslu. Aðgengi að sameiginlegum sundlaugargarði með góðri sólbaðsaðstöðu. Íbúðum á jarðhæð fylgir sér garður.
Frábært útsýni yfir fallega gróið umhverfi, golfvöllinn og til sjávar. Algjör lúxus.


Allar upplýsingar gefa Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali. GSM 893 2495. [email protected] og
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur. GSM 777 4277. [email protected]


ÞESSAR ÍBÚÐIR ERU Í ALGJÖRUM SÉRFLOKKI.
Verð miðað við gengi 1Evra=150ISK
Jarðhæðir með sér garði
2 svefnh. + 2 baðh. 
Verð frá: 876.000 evrur  (ISK 131.400.000) + kostn. við kaupin.

Íbúð 135,4fm
verönd 50,9 fm
Sér garður 25,5 - 33,9 fm
Samtals sérafnotaflötur 211,8 - 220,2 fm.

Auk þess glæsileg aðstaða í sameiginlegum sundlaugargarði.

Loftkæling/hitun fylgir OG AUK ÞESS ÖLL HÚSGÖGN, HÚSBÚNAÐUR, LJÓS, RÚMFATNAÐUR, HANDKLÆÐI, RAFMAGNSÆTKI Í ELDHÚSI og allt sem þarf til að flytja inn og byrja að njóta. ALLT Í HÆSTA GÆÐAFLOKKI.


AÐEINS ÖRFÁAR ÍBÚÐIR Í BOÐI.
HÉR ER EINSTAKT TÆKIFÆRI AÐ TRYGGJA SÉR GÓÐA ÍBÚÐ Á ÞESSUM VINSÆLA STAÐ.
ÖLL ÞJÓNUSTA VEGNA ÚTLEIGU ER FYRIR HENDI OG GÓÐ EFTIRSPURN EFTIR EIGNUM TIL LEIGU Á ABAMA SVÆÐINU.


SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra, ef af viðskiptum verður.

Við höfum selt fasteignir á Spáni frá 2001. Tryggir þekkingu, öryggi og reynslu.

Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar: www.spanareignir.is

Kostnaður við kaupin:
7% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca.2% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Tenerife því farið upp í ca. 9%.

Eiginleikar: útsýni, air con, golf, sameiginlegur sundlaugargarður, ný eign, stórar svalir, sér garður, húsgögn og húsbúnaður,
Svæði: Tenerife, Abama,

VELKOMIN TIL ABAMA:
Lúxus golf resort með fullkominni  afslöppun og þjónustu. Eitt best geymda leyndarmál í Evrópu falið á suðvesturströnd paradísareyjunnar Tenerife. Michelinstjörnu standard veitingastaðir og einstakt umhverfi með sjávarsýn. Hótelmóttökuþjónusta, aðstoð við útleigu og þrif. Fallegur sameiginlegur sundlaugargarður í boði fyrir eigendur íbúða, en einkasundlaug fylgir einbýlishúsunum. Úrval verslana og veitingastaða í háum gæðaflokki á svæðinu, eins og td. M.B, Kabuki, Melvin ofl. Skemmtilegir viðburðir eru haldnir reglulega fyrir eigendur eigna á Abama, td. golfmót, gala dinner ofl.
Á svæðinu er einstaklega glæsilegur 18 holu golfvöllur hannaður af Dave Thomas og er völlurinn talinn með bestu golfvöllum Spánar. Völlurinn er krefjandi og er sjávarútsýni frá flestum holum og telja margir alvöru golfarar að það sé nauðsynlegt að fara amk einn hring á Abama á golfferlinum á golfferlinum. Við klúbbhúsið er líka sérlega glæsileg æfingaaðstaða fyrir golfara, jafnt byrjendur sem lengra komna.
Á Abama svæðinu er góð aðstaða til tennisiðkunar og útiveru ásamt Kids Camp, sem býður upp á skemmtilega íþrótta- og leikaðstöðu fyrir börnin. Ennfremur hafa íbúar Abama aðgang að skemmtilegum strandklúbb í 10-15 mín akstursfjarlægð.
Abama býður upp á glæsilegt 5 stjörnu lúxushótel, Ritz-Carlton, með fallegum sundlaugargarði og er þar svo sannarlega hægt að láta dekra við sig í mat og drykk og allri þjónustu.
ABAMA - list einfaldleikans í lúxus, dekri og vellíðan.

Kort af svæðinu